Vídjó

Í þessu svarthvíta myndskeiði frá árinu 1956 sjáum við fræðimanninn Dr. Sidney Cohen gefa sjálfboðaliða – „ósköp venjulegri konu“ – skammt af ofskynjunarlyfinu LSD.

 

Þau spjalla fyrst um tilraunina sjálfa og hún drekkur LSD-blandað vatnsglas. Þremur tímum síðar sjáum við konuna í vímu.

 

„Allt þetta herbergi, það er allt fullt af litum og ég finn fyrir loftinu. Ég sé það. Ég sé allar sameindirnar. Ég er hluti af þeim,“ segir konan.

 

Cohen var einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna á sviði ofskynjunarlyfja á sínum tíma og notaði þau í ýmsum tilraunum. Samkvæmt minningargrein New York Times um Dr. Sidney Cohen var hann einnig með þeim fyrstu er vöruðu við skaðlegum áhrifum LSD.

 

Bandaríski blaðamaðurinn Don Lattin, sem rannsakað hefur tilraunir manna með LSD á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og skrifað fjórar bækur um það efni, fann myndbandið við heimildaleit.