English as She is Spoke er heiti lítillar portúgalskrar orðabókar með algengum orðasamböndum í ensku sem Portúgalinn Pedro Carolino skrifaði árið 1855. Hún er víðfræg fyrir ótrúlega ónákvæmar þýðingar en svo virðist sem höfundurinn hafi ekki kunnað neina ensku. Talið er að hann hafi notað fransk-enska orðabók til þess að þýða orðasamböndin úr fransk-portúgalskri samtalsorðabók Carolinos og félaga hans, José da Fonseca, sem út kom nokkrum árum fyrr.

 

Ímyndaðu þér að þú sért Pedro Carolino. Þú kannt portúgölsku og eitthvað í frönsku. Fyrst snýrðu portúgölsku yfir á frönsku með aðstoð samtalsbókar. Því næst notarðu þá frönsku og snýrð henni yfir á ensku með því að fletta í fransk-enskri orðabók frá orði til orðs.

 

Útkoma klaufalegra vinnubragðanna er stórkostlega spaugileg – sér í lagi þar sem ljóst er að hið fyndna varð ekki til af ásettu ráði – heldur óvart. Nokkrum árum eftir að orðabókin kom út í Portúgal rak hún á fjörur ýmissa fræðimanna í Bretlandi og Bandaríkjunum þar hún sló í gegn. Í Bretlandi voru prentuð 10 upplög af bókinni sem seldust öll upp.

 

Bandaríski rithöfundurinn og húmoristinn Mark Twain heillaðist af ljóðrænum krafti þessarar verstu orðabókar sögunnar. Twain skrifaði í formála bandarískrar prentunar English as She Is Spoke árið 1883: „Enginn getur aukið við fásinnu bókarinnar, enginn getur hermt eftir henni, enginn getur skrifað hliðstæða bók; hún er fullkomin.“

 

Portúgalsk/enska orðabókin English As She Is Spoke. Þessi útgáfa orðabókarinnar var prentuð í New York þegar hún hafði slegið í gegn í hinum enskumælandi heimi. (Archive.org).

 

Allar blaðsíðurnar í þessari bók eru fyndnar. En hér eru örfá dæmi:

 

Portúgalska: Este lago parece-me bem piscoso. Vamos pescar para nos divertirmos.

Íslenska: Mér sýnist vatnið vera fullt af fiski. Veiðum okkur til skemmtunar.

Enska: This lake seems like it’s full of fish. Let’s have some fun fishing.

English as She is Spoke: That pond it seems me many multiplied of fishes. Let us amuse rather to the fishing.

 

P: As paredes têm ouvidos.

Í: Veggir hafa eyru.

E: Walls have ears.

ES: The walls have hearsay.

 

P: Seja a quem for que pergunte por mim, dizei-lhe que não estou em casa.

Í: Skiptir ekki máli hver kemur, segðu honum að ég sé ekki heima.

E: No matter who comes asking for me, tell him that I’m not at home.

ES: Whoever which ask me, tell him that i am no in there.

 

P: Tenho vontade de vomitar.

Í: Ég er með ógleði.

E: I feel like vomiting.

ES: I have mind to vomit.

 

Mark Twain líkti samtalsdæmum orðabókarinnar við ljóð:

 

To Inform One’self of a Person

How is that gentilman who you did speak by and by?

Is a German.

I did think him Englishman.

He is of the Saxony side.

He speak the french very well.

Tough he is German, he speak so much well italyan, french, spanish and english, that among the Italyans, they believe him Italyan, he speak the frenche as the Frenches himselves. The Spanishesmen believe him Spanishing, and the Englishes, Englishman. It is difficult to enjoy well so much several languages.

 

For to swim

I row upon the belly on the back and between two waters.

I am not so dexte rous that you.

Nothing is more easy than to swim; it do not what don’t to be afraid of.

 

The books and of the reading

Do you like the reading good deal too many which seem me?

That is to me a amusement.

 

With a dentist

I have the teetht-ache.

Is it a fluxion, or have you a bad tooth?

I think that is a bad tooth; please you to examine my mouth?

You have a bad tooth; will you pull out this tooth?

I can’t to decide me it, that make me many great deal pain.