Snemma á sjöunda áratug síðustu aldar gaf Páfagarður út fyrirskipun sem bannaði prestum og munkum í þjónustu kaþólsku kirkjunnar að gangast undir sálgreiningu. Allir kirkjunnar menn sem yrðu staðnir að því að aðhyllast eða mæla með sálgreingu ættu á hættu að verða reknir.

 

Ástæða þessarar hörðu fordæmingu Páfagarðs á sálgreiningu var tilraun framkvæmd í Mexíkó árið 1961. Sextíu munkar í Benediktínareglunni voru látnir undirgangast sálgreiningu að hætti Freuds, bæði einstaklingsmeðferð og í hóp. Þó sálgreining sé ekki hátt skrifuð nú virðist meðferðin hafa haft umtalsverð áhrif á mexíkósku munkana, því að tilraunni lokinni ákvað tveir þriðju þátttakenda að losa sig við munkakuflinn að eilífu. Mun talsverður hluti þeirra fjörutíu sem yfirgáfu klaustrið hafa sagt að í meðferðinni hafi þeir uppgötvað að „hjónalífið væri þeirra sanna köllun“.

 

Bann Páfagarðs á sálgreiningu verður því að teljast skiljanleg. Kaþólska kirkjan hefði staðið frammi fyrir umtalsverðri rýrnun í starfsliði sínu hefðu prestar og munkar byrjað að streyma í miklum mæli til sálgreinara.

 

Þrátt fyrir þetta átti sagan eftir að endurtaka sig örfáum árum síðar.

Systur hins flekklausa hjarta Maríu. Þessar eru kandadískar og sluppu því vonandi við hrylling sálfræðinnar.

Bandaríski sálfræðingurinn Dr. William Coulson dreymdi um tækifæri til þess að reyna fræði sín á „venjulegu fólki“, fólki sem annars hefði ekki látið sér koma til hugar að leita til sálfræðings.

 

Í þessu skyni hafði hann samband við kaþólsku nunnuregluna Systur hins flekklausa hjarta Maríu (e. Sisters of the Immaculate Heart of Mary) í Kaliforníu, árið 1966. Systurnar gáfu honum leyfi til þess að starfa innan veggja reglunnar og næstu tvö árin var Dr. Coulson og samstarfsmenn hans með hópmeðferðir í formi funda þar sem nunnur voru hvattar til þess að fletta ofan sínum sönnu, dýpstu tilfinningum í samstarfi við aðra í hópnum.

 
Afleiðingar hópmeðferðanna voru, í orðum Dr. Coulsons sjálfs, „hörmulegar“. Líkt og mexíkósku munkarnir uppgötvuðu nunnurnar uppgötvuðu í hrönnum að klausturlífið væri ekki þeirra sanna köllun. Á nánum hópmeðferðarfundunum létu þær allt flakka. Klaustrið reyndist gegnsýrt af ófullnægðum kynferðislegum löngunum. Nunnurnar drógu hverjar aðrar á tálar, hófu lesbísk ástarsambönd eða hentu sér í fang sjokkaðra presta.

 

Ári eftir að Coulson kom til sögunnar var helmingur Systranna — þrjú hundruð af sex hundrað — búin að afneita nunnuheitunum. Tveimur árum síðar voru Systur hins flekklausa hjarta Maríu aðeins örfáar eftir. Stúlknaskólinn sem reglan rak var lagður niður og landareignir reglunnar seldar.

 

William Coulson er sjálfur kaþólikki og varð miður sín er hann sá hvernig sálfræðimeðferð hans fór með nunnuregluna. „Við komum af stað farsótt kynferðilegs misferlis meðal nunnanna,“ harmaði hann.

 

Hann lagði skömmu síðar sálfræðiferilinn upp á bátin. Hann ferðast nú um Bandaríkin og heldur fyrirlestra þar sem hann varar kirkjunnar menn við hættum sálfræðinnar.