Skemmdarverk á skrifstofunni: Úr leynilegum leiðbeiningum bandarísku leyniþjónustunnar

Ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að árið sé 1944, og þú sért starfsmaður á skrifstofu þýska efnarisans IG Farben í Frankfurt. Þó þú sért bara skrifstofumaður ertu nokkuð fríþenkjandi og hefur gert þér grein fyrir því að málstaður Þjóðverja í heimsstyrjöldinni er óverjandi.

 

En þú ert jú bara skrifstofumaður, svo þú ferð leynt með andóf þitt, segir ekki sálu frá og reynir… [Lesa meira]

Górillan Kókó leikur sér við kettlinga á 44 ára afmælisdeginum

Vídjó

Kókó er rúmlega fertug górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hin merka Kókó er í miklum metum hjá ritstjórn Lemúrsins og við höfum nokkrum sinnum fjallað um hana.

 

Í… [Lesa meira]

Mikill trúarblær, erótískur undirtónn, eða bara algert ógeð?

Íslenskar riddarasögur eru, eins og allir vita, óþrjótandi uppspretta lestraránægju og lífsgleði. Ein af skemmtilegri sögum úr þeim hópi er Mírmanns saga, sem áður hefur verið fjallað lítillega um í þessu hlaðvarpi Lemúrsins og Kjarnans. Sagan heitir eftir aðalpersónunni Mírmanni, sem er sonur jarlsins Hermanns í Saxlandi og eiginkonu hans Brígíðu frá Ungverjalandi. Eitt af meginviðfangsefnum sögunnar er… [Lesa meira]

Ískonungurinn og albínóarnir sem gerðu Íslendinga æfa

Ætla má að einhverjir þeirra sem lögðu leið sína um Austurstrætið í Reykjavík, laugardaginn 21. júlí 1934, hafi rekið augun í ljósmynd sem hékk í glugga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins ofarlega í götunni.

 

Kannski söfnuðust jafnvel saman litlir hópar fólks við gluggann, af og til yfir daginn, því þetta var ansi sérkennileg mynd. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða mynd þetta var, en… [Lesa meira]

Heimildarþættir um spænsku borgarastyrjöldina

Borgarastyrjöld braust út á Spáni árið 1936 þegar fasísk íhaldsöfl — falangistarnir svokölluðu — risu upp gegn lýðræðislega kjörinni vinstristjórn landsins. Styrjöldin stóð yfir í þrjú ár, kostaði um hálfa milljón manns lífið og hefur haft afgerandi áhrif á stjórnmál, sögu og menningu Spánar fram til dagsins í… [Lesa meira]

Logandi smádýr og lolkettir

Alnetið er undarlegur staður. Á sakleysislegum spássitúr mínum um einn helsta höfuðstað þess, Fjasborg, urðu skyndilega á vegi mínum kettir með rakettur á bakinu. Svo undarlegur staður er Alnetið að þetta í sjálfu sér var ekki undarlegt, ekki á þessu póstlolkattaskeiði þar sem 13. aldar handritalýsingar af köttum eru hafðar til sambærilegra hlátraskalla og hin margvíslegustu kattamyndbönd í þeirri miklu… [Lesa meira]