skeptical-lemur

„Öööö….“

Lemúr – góðar vinnureglur

 

Áður en grein er birt á Lemúrnum þarf hún að hafa eftirfarandi stillt til þess að birtast rétt í kerfinu:

 

Titil

Sérkennismynd

Flokka

Efnisflokka

Tengdar greinar

 

Titill

Helst ekkert upphrópunarmerki í lok titilsins, nema það sé tilvitnun innan gæsalappa, eða eigi sérlega vel við. Helst forðast mjög langa titla þar sem þeir koma illa út þegar greinarnar birtast í greinalista í dálkinum til hægri.

 

Facebook læk eru tengd slóðinni á greininni. Ef slóðin breytist þá tapast lækin við hana. Því er best að breyta ekki „slug” á greininni – þ.e.a.s. titlinum í slóðinni – þótt titlinum sjálfum sé síðar breytt.

 

Sérkennismyndir (Featured Image)

Allar greinar, líka þær sem eru með vídjó efst, þurfa sérkennismynd til þess að birtast rétt.

 

Við notum tvær gerðir myndasniða: PNG og JPEG. PNG er gott snið fyrir myndir sem eru ekki ljósmyndir, eða fyrir myndir með fáum litum, t.d. teiknimyndir, vörumerkjalógó o.fl. Ljósmyndir ættu hins vegar alltaf að vera JPEG, því ljósmyndir á PNG sniði eru *gríðarlega* stórar og lengi að hlaðast — allt að tíu sinnum stærri en sambærileg JPEG mynd.

 

Skjáskot eru yfirleitt á PNG sniði. Ef þau eru notuð þarf að umbreyta myndinni yfir í JPEG snið áður en hún er hlaðin inn í kerfið, t.d. með Preview eða Photoshop.

 

Sérkennismyndir ættu ekki að vera mikið stærri en 150-250KB ef rétt er farið að. Þær þurfa helst að vera a.m.k. 670 pixla breiðar, annars skalast þær upp og verða ljótar. Það skiptir ekki jafn miklu máli hversu stórar myndirnar inni í greininni eru.

 

Það er mikilvægt að hlaða ekki upp myndum með sérstökum stöfum í skjalaheitinu, t.d. ð og þ, eða kyrillískum bókstöfum. Það veldur alls konar vandræðum í WordPress og FTP afritatöku, og við höfum lent í að slíkar myndir hætti að birtast í greinum eftir uppfærslur.

 

Flokkar (Categories)

Haka þarf við Forsíða flokkinn til þess að greinin birtist á forsíðu. Almennt fer ógeð og hryllingur á Svörtu síðunum ekki á forsíðuna.

 

Ef efsti hlutinn á greininni er slóð á YouTube vídjó, þarf að merkja við Vídjó flokkinn til þess að það birtist rétt.

 

Ef greinin geymir mikið af stórum og flottum myndum, þá gæti verið góð hugmynd að velja flokkinn Panórama. Þá birtist ekki hliðardálkurinn til hægri og svæðið fyrir greinina verður stærri sem því nemur. Gott fyrir teiknimyndasögur og annað myndefni sem líður fyrir það að smækka.

 

Efnisorð (Tags)

Efnisorð ættu að vera lýsandi fyrir efni færslunnar. Allar greinar ættu helst að hafa eftirfarandi stillt, ef það meikar sens:

 
 

1. Tímabil
Frá og með byrjun 19. aldar eru greinar taggaðar sem áratugur, t.a.m. „1960-1970”, „1840-1850”. Annars notum við aldir, t.d. „18. öld”, „14. öld”. Stundum bara „miðaldir” eða „fornöld”. Þessar upplýsingar eru m.a. notaðar fyrir Tímalínu Lemúrsins.
 
2. Land
Ef greinin segir frá einhverju í tilteknu landi, taggaðu með landinu, t.a.m. „Sovétríkin” eða „Bretland”, o.s.fv. Líka ef efni greinarinnar tengist landinu á umfangsmikinn hátt. Meira er betra en minna. Þessar upplýsingar eru m.a. notaðar fyrir Lemúrskortið.
 
3. Nokkur önnur efnisorð til viðbótar…
Við notum bæði almenn hugtök og sérhæfðari, t.a.m. „dýr”, „hermenn”, „kvikmyndir”, „heimildarmyndir”, „bækur” o.s.fv. Auk þess gott að tagga nafngreinda aðila í greininni, sérstaklega fræga aðila. Staðir innan landa líka fínt, t.a.m. „Berlín” eða „París”.

 
 

Meira er betra en minna. Frekar setja of mörg efnisorð en of fá. Efnisflokkarnir í heild sinni eru notaðir fyrir glæsilega efnisorðaský Lemúrsins í Greinasafninu, og hjálpar fólki að vafra um Lemúrinn eftir efnisflokkum.

 

Tengdar greinar

Undir „Related Items” er hægt að leita eftir og bæta við tengdum greinum. Gott að leita bara almennt eftir efnisorðum greinarinnar til þess að sjá hvort eitthvað tengt er í safninu. Almennt fínt að tengja ekki of mikið, helst bara færslur sem hafa sama umfjöllunarefni, eða svipað umfjöllunarefni.

 

MP3 Hljóðskjal

Ef greinin er útvarpsþáttur eða hljóðupptaka er hægt að setja slóðina á MP3 skjalið inn í þennan reit. Þá birtist risastór spilarahnappur yfir sérkennismyndinni efst, sem hægt er að smella á til þess að hlusta.

 

Útgáfur (Versioning)

Við notum WordPress viðbót sem geymir sögu allra breytinga sem hafa verið vistaðar. Þarna er hægt að fara aftur í tímann ef maður klúðrar einhverju eða glatar óvart texta við að uppfæra grein.

 

Um að setja inn vídjó

Við notum YouTube fyrir öll myndbönd ef við getum, og keyrum heimasmíðaða viðbót sem breytir YouTube slóðum í greinum yfir í sérstaka embed kóða sem eru fljótir að hlaðast. Það er nóg að setja inn slóðina í línu í greininni og þá breytist það í vídjó, t.d.

 

http­­s://www.youtube.com/watch?v=­CQzUsTFqtW0

 

Þetta virkar einnig fyrir YouTube playlista. Ef efsta línan í greininni er YouTube slóð og „Vídjó” flokkurinn er hakaður, þá kemur YouTube myndbandið í staðinn fyrir sérkennismyndina efst í greininni.

 

Best er að líma inn HTML með embed kóða ef myndbandið er ekki á YouTube. Mikilvægt er að líma textann inn með ritilinn stilltan á „Texti” en ekki „Ritþór”.