Bertrand Russell tekur við Nóbelsverðlaunum árið 1950

Vídjó

Lemúrinn hefur áður fjallað um heimspekinginn, trúleysingjann og pípureykingamanninn Bertrand Russell. Hér sést myndbrot af Russell að taka við bókmenntaverðlaunum Nóbels í Stokkhólmi þann 11. desember árið 1950.

 

Hér fyrir neðan má síðan heyra brot úr Nóbelsverðlaunaræðu Russells, þar sem hann fæst við spurninguna „Hvaða langanir eru mikilvægar í stjórnmálum?“.

 

Vídjó… [Lesa meira]

Um hógværð og lítillæti Paraselsusar læknis

Svissneski læknirinn og alkemistinn Philippus Aureolus Theophrastus Bombastus von Hohenheim (1493–1541) skapaði sér sess í sögunni vegna kenninga sinna um lækningarmátt þungmálma, og svo fyrir að gefa málminum sínk nafn sitt, en hann nefndi hann zincum eftir þýska orðinu Zinke, sem þýðir „oddur“.  

 

Von Hohenheim var haldinn mikilmennskubrjálæði og uppfullur af hugmyndum um eigin vitsmunalega yfirburði.  Á miðöldum tíðkaðist það jafnan hjá germönskum… [Lesa meira]

Schopenhauer um Hegel: „Klaufskur og viðurstyggilegur svindlari og illmenni“

Lögmál sem kennt er við stjórnmálafræðinginn Wallace Stanley Stayre segir að deilur í fræðasamfélaginu séu iðulega bitrustu og grimmustu deilurnar sökum þess hve lítið liggi að veði.

 

Við látum það milli mála liggja hvort lögmál Stayres varpi einhverju ljósi á hatrið sem þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer (1788–1860) bar í garð starfsbróður síns Georgs W. F. Hegel (1770–1831), en heimspekingarnir tveir störfuðu báðir um tíma við háskólana… [Lesa meira]

Bertrand Russell: ,,Reykingar björguðu lífi mínu.“

Árið er 1961 og Russell sést hér fyrir miðju, 89 ára gamall, skömmu áður en hann var hand­tekinn fyrir borg­ara­lega óhlýðni í mót­mælum gegn kjarn­orku­vopnakapphlaupi Kalda stríðsins.

Heimspekingurinn og rökfræðingurinn Bertrand Russell (1872–1970) var frægur fyrir… [Lesa meira]