Vídjó

Krímstríðið stóð á árunum 1853-1856, en þar tókust á stórveldin Frakkland, Bretland og Ottóman-keisaradæmið annars vegar, og Rússland hins vegar. Barist var hart í sunnanverðu Rússlandi, við bæinn Balaklava á Krímskaga við Svartahaf. Átökin kostuðu mörg hundruð þúsund unga menn lífið.

 

Í myndskeiðinu hér sjáum við upptöku af endurfundi gamalla hermanna sem lifðu stríðið af. Mynskeiðið er úr rússnesku fræðslumyndinni „Vörn Sevastópól“ (rúss. „Оборона Севастополя“) frá 1911 og sýnir franska, breska og rússneska hermenn hittast og minnast liðinna tíma. Sumir misstu útlimi í stríðinu og ganga um með staurfót að virða fyrir sér fallbyssurnar gömlu sem léku þá svo grátt.