Bandaríski djasstónlistarmaðurinn heimsfrægi Charles Mingus var mikill unnandi katta. Hann skrifaði á sjöunda áratugnum kennslubækling um hvernig venja ætti ketti á að nota klósett.
Lemúrinn birti þetta meistaraverk í heild sinni fyrir nokkrum misserum – eins og lesa má hér.
Að þessu sinni skulum við hlusta á bandaríska leikarann Reg E. Cathey, sem leikið hefur í The Wire og sem grillmeistarinn í House of Cards, lesa þennan bráðskemmtilega texta.
Og hér er svo upplestur hins sama texta á íslensku. Lesari er Atli Freyr Steinþórsson, landskunnur útvarpsþulur. Brot úr fimmta þætti Lemúrsins á Rás 1.
„Ekki láta þér koma á óvart að heyra sturtað niður um miðja nótt.“