Vídjó

Í fyrstu Star Wars mynd George Lucas er einungis minnst stuttlega á Palpatine, keisara Veldisins illa. Áhorfendur fengu fyrst að sjá þennan valdamikla Sith-herra í annari kvikmynd þríleiksins, Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back, en hún kom út árið 1980. Í henni birtist keisarinn þó aðeins stuttlega, í atriði þar sem hann ávarpar flugumann sinn Svarthöfða gegnum hólógraf.

 

Elaine Baker sem Palpatine keisari.

Elaine Baker sem Palpatine keisari.

Þetta var áður en breski leikarinn Iain McDiarmid var fenginn í hlutverkið, en hann hefur leikið keisarann í öllum Star Wars myndum frá og með Return of the Jedi. Í staðinn var það kona að nafni Elaine Baker sem fór með hlutverk keisarans. Hún var eiginkona Rick Baker, förðunarmeistarans á settinu. Við upptökurnar var hún var látin setja á sig afmyndaða plastgrímu og með tæknibrellum var augum hennar síðan skipt út fyrir augun í simpansa. Útkoman er hin óhugnarlegasta, eins og sést í myndbrotinu að ofan. Nýsjálenski leikarinn Clive Revill sá um raddsetningu.

 

George Lucas er sífellt að fikta með eldri sköpunarverk sín, og í endurútgáfunni á gömlu Star Wars myndunum hefur ýmsu verið breytt með tæknibrellum, þ.á.m. þessu atriði. Í nýju útgáfunni af The Empire Strikes Back fer McDiarmid með hlutverk keisarans.

 

Að neðan má sjá nokkrar merkilegar baktjaldamyndir frá settinu árið 1980:

 

sw1

Elaine Baker, eiginkona Rick Baker förðunarmeistara, við tökur á settinu.

 

sw2

Gríman sem Elaine Baker setti á sig í hlutverki keisarans.

 

sw3

Augun úr þessum simpansa voru sett á andlit keisarans með tæknibrellum.

 

sw4

Elaine Baker, sem lék Palpatine keisara.

 

sw5

Nýsjálenski leikarinn Clive Revill raddsetti Palpatine.

 

Fyrir og eftir, keisarinn í Empire

Keisarinn í upprunalegu Empire Strikes Back myndinni til vinstri, í nýju útgáfunni til hægri.