George Lincoln Rockwell (1918-1967) var stofnandi American Nazi Party (bandaríska nasistaflokksins). Hann varð nokkuð þekktur vestanhafs um 1960 vegna öfgakenndra skoðana en varð ekkert ágengt í stjórnmálabaráttu sinni. Hann var myrtur árið 1967 í Arlington í Virginiu. Morðinginn var John Patler, fyrrum meðlimur nasistaflokks Rockwells.

 

Íslendingar þekkja sögu Rockwells vel enda gegndi hann herþjónustu í herstöð Bandaríkjahers í Keflavík árið 1952 og giftist íslenskri konu, Þóru Hallgrímsson. Þau skildu nokkrum árum síðar. Hér er hægt að lesa ævisögu Rockwells, en þar fjallar hann talsvert um Ísland.

 

rockw1

Úr ævisögunni.

 

rockw2

Rockwell heillaðist af íslenska orðinu fyrir Þjóðverja, sem hann stafaði kolvitlaust.

 

rockw3

Úr myndaalbúmi nasistans.

 

Sjónvarpsþáttaröðin Roots: The Next Generations var sýnd árið 1979 en hún var framhald Roots frá 1977, geysivinsællra þátta um fólk af afrískum uppruna í Bandaríkunum og árásir rasista á það. Í þáttaröðinni fór sjálfur Marlon Brando með hlutverk George Lincoln Rockwell. Alex, leikinn af James Earl Jones, heimsækir nasistann. Marlon Brando fékk Emmy-verðlaun fyrir hlutverkið.

 

Vídjó

 

Eins og áður segir var Rockwell og samtök hans mikið í kastljósi fjölmiðla um 1960. Og árið 1963 lék Dennis Hopper bandarískan nasista sem hittir draug Hitlers, í sjónvarpsþáttaröðinni The Twilight Zone.

 

dennis-hopper-tz2

 

Persóna Hoppers var greinilega byggð á Rockwell. Þátturinn nefnist He’s Alive“Hér er hægt að horfa á þennan þátt í heild sinni:

 

Vídjó