Það er viðeigandi að fyrsti þáttur útvarpsþáttarins Leðurblökunnar fjalli um útvarp.
Sá sem ferðast um skuggalega afkima stuttbylgjuútvarpsins má eiga von á því að rekast á fjölmargar dularfullar stöðvar á ferðum sínum. Stöðvar sem útvarpa í sífellu furðulegum talnarunum og skuggalegri tónlist. Þær koma og fara, en alltaf má finna einhverjar.
Þær eru kallaðar „talnastöðvar” — eða number stations, á ensku — og enginn veit með vissu hvaðan flestar þeirra eru sendar út, hver tilgangur þeirra er, eða hvað talnarunurnar sem þær útvarpa í sífellu eiga eiginlega að þýða.