Á eyjunni Skellig Michael, suðvestur af ströndum Írlands, má finna leifar munkalausturs. Það er kannski ekki merkilegt í sjálfu sér, en þegar vistarverur munkanna eru skoðaðar nánar reka margir upp stór augu. Híbýli þeirra líkjast helst hlöðnum hraukum sem einungis er hægt að nálgast með því að feta hellulagaða stíga upp snarbrattar hlíðar eyjarinnar. Ekki er vitað hvenær klaustrið var stofnað en talið er að það hafi verið á sjöttu öld. Klaustrið var síðan lagt niður annað hvort á 12. eða 13 öld. En sjón er sögu ríkari.