Ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson hefur vakið athygli fyrir beitt ljóð og uppátækjasemi. Nú má segja að hann hafi beitt skáldskapargáfunni á hárið á sér. Bragi Páll, sem er ekki lágvaxinn fyrir, er nú 220 cm á hæð. Litun og klipping var alfarið í höndum skáldsins.
Nú minnir Bragi Páll talsvert á skáldið ólánsama Jóhannes Birkiland (1886-1961), sem lýsti sjálfum sér sem „mesta olnbogabarni hinnar íslensku þjóðar“. Og eins og Magnús Wolfang Hreggviðsson bendir á er hér um þróun að ræða en samkvæmt þróunarkenningu hans hófst þróun Birkilandsútlitsins með sjálfum byltingarmanninum Trotskíj en hefur svo haldið áfram að þróast með ýmsum leiðum. John Turturro, Kramer úr Seinfeld og rapparinn Christopher „Kid“ Reid hafa komið við sögu. Leikarinn Harold Ramis, sem lést daginn sem þetta er skrifað, kemur einnig þarna fyrir. Nýjasta stökkbreytingin í þessu er Bragi Páll.
Aðdáendaklúbbur Birkilands hefur gefið út yfirlýsingu vegna þessa: