Vídjó

Hér sjáum við lituð myndskeið frá Berlín, höfuðborg Þýskalands, á síðasta ári 19. aldar. Myndbandið sýnir daglegt líf Berlínarbúa árið 1900 — götur, opinber rými, sporvagna, hestvagna, hermenn, lestir og annasama borgara við iðju sína.

 

Á þessum tíma var Þýskaland ungt ríki. Konungdæmið Prússland hafði sameinað hin fjölmörgu þýsku furstadæmi í eitt ríki á síðari hluta 19. aldar undir forystu Hohenzollern-ættarinnar og kanslarans víðfræga, Ottó von Bismarck. Þessi gamli heimur sem birtist okkur í myndskeiðinu leið undir lok með falli þýska keisaradæmisins eftir fyrri heimsstyrjöldina. Við tók Weimar-lýðveldið stuttlífa og svo Þýskaland nasismans.

 

Í seinni heimsstyrjöldinni var Berlín sprengd gjörsamlega í tætlur af flugvélum bandamanna og stórskotaliði Sovétmanna.  Fyrir vikið eru þau ekki mörg, kennileiti gömlu borgarinnar sem enn standa. Undantekningin er þó Brandenborgarhliðið, sem sést u.þ.b. 4 mínútúr inn í myndbandið.

 

NB: Eftir ábendingum lesenda, þá eru viss myndskeið í myndbandinu frá Munchen, ekki Berlín. Við biðjumst velvirðingar.