Martin Karplus, prófessor við háskólana í Harvard og Strassborg, er handhafi Nóbelsverðlaunanna í efnafræði í ár, ásamt Michael Levitt og Arieh Warshel. Saman þróuðu þeir hugbúnað á áttunda áratuginum sem gerir efnafræðingum kleift að skilja flókin efnahvörf, eða „kortleggja leyndardóma efnafræðinnar“ eins og það er orðað í tilkynningu sænsku Nóbelsnefndarinnar.
En Karplus er ekki einungis afburða eðlisfræðingur heldur einnig hæfileikaríkur ljósmyndari.
Martin Karplus var fæddur í Vínarborg en kom ungur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni sem flúði nasismann. Hann fékk áhuga á ljósmyndun sem doktorsnemi í Oxford-háskóla í byrjun sjötta áratugarins. Næstu ár gaf hann sér tóm til þess að líta upp frá smásjánni til þess að flakka um heiminn með Leica III-myndavél í hönd.
Mannlífsmyndir hans Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu eru bæði litríkar og margslungnar, og hafa verið sýndar á sýningum í Bandaríkjunum og Evrópu og gefnar út á bók. Skoðum nokkur dæmi:
SUÐVESTUR-RÍKI BANDARÍKJANNA
JÚGÓSLAVÍA
BRASILÍA
EVRÓPA
PERÚ
JAPAN