Heimsflug Douglas var verkefni Douglas-flugvélaverksmiðjunnar og Bandaríkjahers. Reynt var á langdrægni flugvéla og þeim flogið í kringum hnöttinn. Ísland var heimsótt í þessu skyni í ágúst 1924. San Diego Air & Space Museum geymir ljósmyndir frá þessari svaðilför bandarískra flugmanna og hér sjáum við myndir frá Íslandi. Fyrir ofan tekur Hornafjörður á móti gestunum og fyrir neðan sést U.S.S Richmond við Reykjavík.