Vídjó

Í þessum fyrirlestri segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri á Náttúrufræðistofnun Íslands frá því þegar hann sá um að verka hræ af steypireyði sem rekið hafði á land á Skaga síðsumars árið 2010.

 

Hvalrekinn var einstakt tækifæri því ekki eru til margar beinagrindur af steypireyðum í heiminum, en þessi stærsta spendýrategund jarðar eru því miður í útrýmingarhættu.

 

En hvers konar verk er það að  hreinsa beinagrind á strandstað og fullhreinsa hana svo til að varðveita megi beinin?

 

Þorvaldur lýsir því á skemmtilegan hátt hversu gríðarlega umfangsmikið það verkefni var þegar kom að steypireyðinni.

 

Steypireyður er talin vera stærsta spendýr sem hefur lifað á jörðinni, hún getur orðið allt að 33 metra löng og vegið um 110 til 190 tonn.

 

Hlustið á fleiri fyrirlestra Náttúrufræðistofnunar hér.

 

4

 

3

 

2

 

1

 

Myndirnar eru skjáskot úr myndskeiðinu. Allt efni er í eigu Náttúrufræðistofnunar.