Hér sjáum við Mohammad Reza Pahlavi, shah (konung) Írans, ásamt fjölskyldu sinni skömmu eftir krýningarathöfnina 1967. Pahlavi ríkti þar í landi með stuðningi Bandaríkjanna fram til byltingarinnar frægu árið 1979, en þá færðust völdin í hendur núverandi klerkastjórnar.
Þessi síðasti konungur Írans lést svo úr krabbameini í útlegð í Egyptalandi ári eftir að hafa verið steypt af stóli.
Myndin er úr tímaritinu Life.