Bandaríski ljósmyndarinn Josephine Powell ferðaðist um sléttur Anatólíu í Tyrklandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Það voru umbrotatímar í Tyrklandi — efnahagur landsins óx hratt og fólk flykktist úr sveitum til borganna í leit að vinnu.

 

Merki þess eru þó varla að sjá á myndum Powells. Hún myndaði helst hirðingja og bændur, þá sem urðu eftir í sveitinni og lifðu áfram eins og forfeður þeirra höfðu gert öldum saman.

 

Josephine Powell (1919-2007) var sjálf merkilegur karakter. Fáir Vesturlandabúar fóru um þessar slóðir á þessum tíma, og enn færri tóku myndir. „Fólk sem vissi hvað það var að gera var þegar búið að taka myndir af Evrópu“ sagði hún síðar, spurð hvað hefði fengið hana til þess að ferðast til Anatólíu. Sérstöku lífshlaupi hennar eru gerð ágæt skil í þessari grein í tímaritinu Cornucopia.

 

Hér að neðan er brot af myndum hennar sem nú eru til sýnis í Anatólíusetri Koc-háskóla í Istanbúl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndarinn Josephine Powell í Tyrklandi á gamals aldri. Mynd eftir Jürgen Frank.