Fá dýr gætu lifað af funhitann og vatnsleysið í Sahara-eyðimörkinni án þess að vera sérstaklega undir það búin. Eyðimerkurrefurinn (vulpes zerda) er refategund sem er sérstaklega aðlöguð að að hinum erfiðu aðstæðum í heimsins stærstu eyðimörk.
Refurinn er minnstur allra villtra hunddýra, og vegur jafnan aðeins 1,5 kg. Risastór eyrun bæta þeim vonandi smæðina að einhverju leyti. Eyðimerkurrefir veiða nagdýr, fugla og annað smálegt — stór eyrun gera þeim kleift að heyra fótatak minnstu skordýra.
Einungis sú takmarkaða væta sem refurinn fær úr þessu mataræði nægir honum til að komast af — hann þarf aldrei að drekka vatn sérstaklega. Annars fer hann yfirleitt einungis út á nóttunni til þess að verjast versta hitanum.
Eyðimerkurrefir eru félagsverur, þeir búa í hópum og eru því ólíkir öllum öðrum refategundum. Félagslyndi þeirra gerir það líka að verkum að þeir ku henta ágætlega sem gæludýr.
Vísindavefurinn hefur skrifað meira um eyðimerkurrefinn hérna.