Það er gaman að skoða landakort sem komin eru til ára sinna því þau – ef þau eru nógu gömul – sýna útlínur landa sem ekki lengur eru til. Kort sem dregin voru upp eftir 1918 og fyrir árið 1992 sýna til dæmis eitt slíkt ríki: Tékkóslóvakíu.

 

Þeir sem þekkja söguna vita að löndin sem í dag heita Tékkland og Slóvakía, mynduðu Tékkóslóvakíu frá 1918, þegar þau fengu sjálfstæði frá Austurríki-Ungverjalandi, og fram til ársins 1992. Ólýsanlegar hörmungar dundu yfir landið í síðari heimsstyrjöldinni og að stríði loknu varð Tékkóslóvakía að leppríki Sovétríkjanna.

Tékkóslóvakía.

 

Í tíð kommúnista voru í landinu starfræktar öflugar öryggissveitir og leyniþjónusta, eins og víðast hvar austantjalds. Leyniþjónustumenn tóku ljósmyndirnar sem við sjáum hér á áttunda og níunda áratugnum þegar harðlínukommúnismi var notaður til að bæla niður frjálslyndari hugmyndir sem vaknað höfðu með vorinu í Prag árið 1968. Þeir voru með faldar myndavélar í töskum eða klæðum.

 

Ljósmyndirnar birtust í bókinni Prag með augum leynilögreglunnar sem hin tékkneska Rannsóknarstofnun um einræðisstjórnir gaf út árið 2009 samhliða ljósmyndasýningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horfið í spegilinn. Er þetta ekki ljósmyndarinn?

 

 

 

 

 

 

 

HEIMILD: Rannsóknarstofnunin um einræðisstjórnir, Prag.