Í þessu myndbandi, eftir James W. Griffiths, sjáum við frumskóga suðausturasíska landsins Malasíu í allri sinni dýrð. Á meðan er lesið úr bók Josephs Conrad frá 1889, Innstu myrkur (Heart of Darkness).

 

Fljótið opnaðist fyrir framan okkur og lokaðist að baki okkar, eins og skógurinn hefði í hægðum sínum stigið yfir það til að loka bakaleiðinni fyrir okkur. Við þrengdum okkur lengra og lengra inn í hjarta myrkursins. Þar var afskaplega hljótt. Á nóttunni gerðist það stundum að trumbusláttur bak við trjávegginn barst upp fljótið og hélt áfram að heyrast dauft, eins og hann sveimaði hátt yfir höfðum okkar, allt til dögunar. Hvort hann merkti stríð, frið eða bænahald vissum við ekki. Þegar dögunin nálgaðist féll á hrollköld þögn. Viðarhöggsmennirnir sváfu, eldar þeirra nær útkulnaðir; maður hrökk við ef grein brast sundur. Við vorum förumenn á forsögulegri jörð, á jörð sem leit út eins og ókunn pláneta.

(Þýðing Sverrir Hólmarsson; Uglan, 1992.)