Japaninn Hiramatsu Tsuneaki tók þessar myndir af eldflugum á sveimi í nágrenni Okayama-borgar í vesturhluta Japan. Með því að hafa langan lýsingartíma á myndunum hefur hann fangað  hann ljósið sem flugurnar gefa frá sér á sveimi á nóttinni. Sumar myndanna eru samsettar úr nokkrum myndum, aðrar eru aðeins ein taka.

 

Eldflugur nota ljósið til þess að lokka til sín maka, en það stafar af efnahvörfum í líkömum þeirra sem kallað er lífljómi. Lífljómi náttúrunnar er einmitt heitið á ljósmyndasýningu Hiramatsu í Bandaríska náttúrufræðisafninu í New York.