Tenórinn Lütfiyar İmanov syngur titilhlutverkið í óperunni Koroğlu eftir Aserann Uzeyir Hajibeyov.
Koroğlu (‘Blindssonur‘) er byggt á tyrkneskri þjóðsögn um samnefndan stríðsmann og hetju sem leitar hefnda eftir að grimmur harðstjóri blindar föður hans.
Óperan er einskonar þjóðarópera Aserbaídsjans og Uzeyir Hajibeyov eitt merkasta tónskáld þjóðarinnar. Hann var einnig fyrsti músliminn til þess að semja óperu.
Koroğlu var frumsýnd árið 1937 í Baku, höfuðborg aserska Sovétlýðveldisins. Nokkrum árum síðar var hún flutt í Moskvu. Stalín var á frumsýningunni og þótti svo mikið til óperunnar koma að hann veitti Hajibeyov öll möguleg verðlaun.
óperunnar átti hinsvegar síðar eftir að verða einkennislag sjálfstæðishreyfingar Asera. Árið 1990 voru tíð og fjölmenn mótmæli í borgum Aserbaísjans þar sem almenningur krafðist sjálfstæðis frá Sovétríkjunum. Forleikur Koroğlu hljómaði þá úr hátölurum yfir mannmergðina. Um tíma kom til greina að forleikurinn yrði þjóðsöngur hins nýsjálfstæða Aserbaídsjans, en annað’));“>
verk eftir Hajibeyov varð fyrir valinu.