Tarkan Viking Kani, Tarkan berst við víkingana, er tyrknesk mynd frá 1971. Hún er byggð á teiknimyndasögu um hetjuna Tarkan sem nýtur mikilla vinsælda í Tyrklandi. Tarkan þessi var alinn upp af úlfum og á erfitt með að aðlagast samfélagi manna. Hann er þó alltaf til í að hjálpa löndum sínum þegar svo ber undir og ferðast um lönd Tyrkja með úlfunum sínum Kurt og Kurt og lendir í ýmsum ævintýrum.

 

Vídjó

 

Myndirnar um Tarkan eru fjölmargar. Í þessari mynd er hetjunni falið að gæta dóttur Atla Húnakongungs, Yoncu prinsessu. En blóðþyrstir víkingar ráðast á þau, ræna prinsessunni og drepa annan úlfafélaga Tarkans. Víkingarnir eru undir stjórn eineygða illmennisins Toro en hann sjálfur lýtur skipunum klækjakvendisins Lotusar sem er dóttir keisarans í Kína og vill endilega koma Yoncu prinsessu fyrir kattarnef af óræðum ástæðum.

 

Vídjó

 

Til þess að bjarga prinsessunni og koma fram hefndum eltir Tarkan víkingana sem fara rænandi og ruplandi um allt. Meðal annars drepa þeir góða víkingahöfðingjann og henda dóttur hans, kynbombunni Úrsúlu, fyrir risakolkrabba. En Tarkan skerst að sjálfsögðu í leikinn, ásamt góðhjörtuðum risa sem af einhverjum ástæðum gengur í lið með honum. Tekst þeim að ráða niðurlögum víkinganna? Hægt er að horfa á alla myndina á Youtube, en því miður vantar texta.

 

Vídjó