Vídjó

Svartlemúrar byggja skóga á norðvesturhluta eyjarinnar Madagaskar. Þeir eru félagsverur miklar og búa ásamt sjö til tíu nánum ættingjum í þéttri þyrpingu. Þó svartlemúrar leggi sér aðallega ávexti og aðra græna rétti í munn teljast þeir alætur því þeir éta talsvert af skordýrum. Eitt skordýrið hafa þeir þó vit á að éta ekki. Það er risavaxin eitruð þúsundfætla sem skríður stundum í trjánum.

 

Svartlemúrarnir vilja ekki drepa þúsundfætluna því þeir vilja ná sér í dropa af eitri hennar. Þeir bíta laust í höfuð þúsundfætlunnar svo hún sprauti eitrinu. Síðan maka þeir eitrinu um allan kroppinn. Lengst af var talið að svartlemúrarnir nýttu eitrið sem skordýravörn. Nú hefur hins vegar runnið upp fyrir mönnum að lemúrarnir komast í vímu með þessari neyslu og sumir einstaklingar af tegundinni virðast gjörsamlega háðir þúsundfætlueitrinu.

 

Vídjó