Guillaume Benjamin Amand Duchenne var franskur læknir um miðja nítjándu öld sem var heillaður af taugakerfinu, en það var þá enn dularfullt og ókannað svæði í mannslíkamanum.

 

Árið 1862 notaði hann raförvun til að kanna samband tauga og vöðva. Duchenne náði að virkja einstaka vöðva í andlitinu, sem þótti mjög merkilegt afrek. Hann leit á mannsandlit eins og landakort – hver vöðvi táknaði mismunandi „lönd“ í sálarlífinu. Hann gerði lista yfir 53 tilfinningar og birtingarmyndir þeirra í starfsemi vöðvanna.

 

Á þessum myndum sjáum við Duchenne beita aðferðum sínum á „tannlaust gamalmenni“.

 

Duchenne taldi sig hafa ráðið dulmál guðs, sem hefði skapað andlitsvöðvana til að gefa mannverum óendanlega möguleika til að tjá tilfinningar sínar.

 

Duchenne kallar fram ótta í „tannlausu gamalmenni“ með rafmagnsprjónum sínum.

Rafmagnið framkallar ofsafengin viðbrögð.