Hér að ofan má sjá ásjónu Doña María del Rosario Cayetana Fitz-James Stuart y Silva. Hún er hertogaynja og höfuð spænsku aðalsættarinnar Alba. Eins og aðalsfólki er vaninn ber hún þar að auki fleiri titla og aðalstignir, en hertogaynjan af Alba ber fleiri titla en flestir. Heimsmetabók Guinness hefur gengið úr skugga um að hún beri flesta viðurkennda aðalstitla af nokkurri lifandi manneskju, eða alls 53.

 

Samkvæmt Wikipedíu eru titlar hennar svohljóðandi:

 

18. hertogaynja af Alba, 17. hertogaynja af Híjar, 15. hertogaynja af Aliaga, 11. hertogaynja af Montoro, 11. hertogaynja af Berwick, 11. hertogaynja af Liria og Jérica, 3. hertogaynja af Arjona, 12. greifynja-hertogaynja af Olivares, 17. markgreifynja af Carpio, 10. markgreifynja af San Vincente del Barco, 16. markgreifynja af La Albaga, 16. markgreifynja af Almenara, 18. markgreifynja af Barcarrota, 18. markgreifynja af Castañeda, 23. markgreifynja af Coria, 14. markgreifynja af Eliche, 16. markgreifynja af Mirallo, 20. markgreifynja af La Mota, 20. markgreifynja af Moya, 17. markgreifynja af Orani, 12. markgreifynja af Osera, 14. markgreifynja af San Leonardo, 19. markgreifynja af Sarria, 12. markgreifynja af Tarazona, 15. markgreifynja af Valdunquillo, 18. markgreifynja af Villanueva del Fresno, 17. markgreifynja af Villanueva del Río, 27. greifynja af Aranda, 22. greifynja af Lemos, 20. greifynja af Lerín, 20. greifynja af Miranda del Castañar, 16. greifynja af Monterrey, 20. greifynja af Osorno, 18. greifynja af Palma del Río, 12. greifynja af Salvatierra, 22. greifynja af Siruela, 19. greifynja af Andrade, 14. greifynja af Ayala, 16. greifynja af Casarrubios del Monte, 16. greifynja af Fuentes de Valdepero, 11. greifynja af Fuentidueña, 17. greifynja af Galve, 18. greifynja af Gelves, 16. greifynja af Guimerá, 24. greifynja af Ribadeo, 25. greifynja af San Esteban de Gormaz, 12. greifynja af Santa Cruz de la Sierra, 11. greifynja af Tinmouth, 20. greifynja af Villalba, 12. vísigreifynja af La Calzada, 11. barónessa af Bosworth, 29. lafði af Moguer og loks, greifynja af Modica á Sikiley.

 

Athugið að hertogaynjuna skal ávarpa Excelentísima Señora.