Randall Bytwerk, bandarískur háskólaprófessor, hefur safnað saman þessum auglýsingum sem gerðar voru af stjórnvöldum nasista til að lokka ferðamenn til Þriðja ríkisins.

Nasistar eyddu miklu púðri á fjórða áratugnum til þess að sýna umheiminum að Þýskaland væri stórveldi á öllum sviðum.

 

Autobahn.

Hinu tilkomumikla vegakerfi Þýskalands hampað á ferðamannaplakati frá fjórða áratugnum.

 

Arkítektúr.

„Nútímalegur arkítektúr Þýskalands“ kynntur á heimssýningunni í París 1937.Ríkisjárnbrautakerfi Þýskalands.