Það eru aðeins tæplega 200 ár liðin frá því menn sáu Suðurskautslandið í fyrsta sinn. Hinn 27. janúar 1820 sáu Fabian Gottlieb von Bellingshausen, þýskættaður höfuðsmaður og landkönnuður í rússneska flotanum, og undirmenn hans glitta í hina ísilögðu heimsálfu eilífs vetrar frá skipum sínum. Og það var ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldarinnar að tæknin leyfði mönnum í fyrsta sinn að kanna Suðurskautslandið almennilega.

 

Sumarið 1911 ferðaðist hópur ástralskra vísindamanna til Suðurskautslandsins og dvaldi þar til 1914. Jarðfræðingurinn Dr Douglas Mawson var leiðangursstjóri. Þetta var á sama tíma og könnuðir á borð við Roald Amundsen, Robert Falcon Scott, Ernest Shackleton og fleiri sögufrægir menn drýgðu hetjudáðir miklar í þessari leyndardómsfullu álfu.

 

Mawson leiddi menn sína til King George V Land og Adelie Land, þess hluta Suðurskautslandsins sem er beint suður af Ástralíu, en það voru nær algjörlega ókunn lönd á þeim tíma.

 

Hér sjáum við myndir sem ljósmyndarinn Frank Hurley tók í bæði þessum sögufræga ástralska leiðangri og fleiri ferðum sem farnar voru árin á eftir. Myndirnar eru varðveittar í State Library of New South Wales.

Borgarísjaki í sumarbirtu.

Borgarísjaki í sumarbirtu.

Svepplaga borgarísjaki.

Svepplaga borgarísjaki.

Xavier Mertz í endalausri ísbreiðunni, 1912.

Svissneski könnuðurinn Xavier Mertz í endalausri ísbreiðunni, 1912. Hann lést árið síðar á Suðurskautslandinu.

Harold Hamilton og beinagrind af sæfíl.

Harold Hamilton og beinagrind af sæfíl.

 

Hellir sem hafið myndaði í ísnum.

Hellir sem hafið myndaði í ísnum.

 

 

Flak skipsins 'Gratitude', Macquarie-eyja, 1911.

Ævintýramaðurinn Francis Howard Bickerton og ísinn.

Ævintýramaðurinn Francis Howard Bickerton og ísinn.

 

 

Hvolpurinn Blizzard.

Hvolpurinn Blizzard.

Arthur Sawyer, loftskeytamaður, með ungum sæfílum.

Arthur Sawyer, loftskeytamaður, með ungum sæfílum.

C.T. Madigan með ísgrímu.

C.T. Madigan með ísgrímu.

Sæfílsurta, Macquarie-eyja.

Sæfílsurta, Macquarie-eyja.

 

Huskiehundar draga sleðann.

Huskiehundar draga sleðann.

Héluð mörgæs.

Héluð mörgæs.

 

Vetrarbúðir á Queen Mary Land.

Vetrarbúðir á Queen Mary Land.