Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir goshveri eða eldfjöll á Íslandi, mafíósann Al Capone í Bandaríkjunum, Breta glíma við Gandhi á Indlandi og Hitler og Stalín gnæfa yfir Evrópu.
Smellið hér til að sjá myndina í fullri stærð.
En þarna er líka Paavo Nurmi, langhlaupari, í Finnlandi, japanskir innflytjendur í Brasilíu og margt fleira.
Kortið endurspeglar tíðarandann í Japan, rétt fyrir síðari heimsstyrjöld. Aðeins fimm árum síðar réðust herir landsins inn í Kína.
Hvað finnst ykkur áhugavert að sjá á kortinu?