Í Argentínu hefur skemmtileg listgrein notið vinsælda upp á síðkastið. Andlitum á seðlum er breytt í aðrar frægar manneskjur. Dauður forseti breytist skyndilega í Walter White, aðalpersónu Breaking Bad, eða Osama Bin Laden. Vinsæl Facebook-síða heldur utan um verkin.
Gjaldmiðill Argentínu nefnist pesó. Eins og víða prýða fyrrverandi forsetar og þjóðhetjur peningaseðlana. Á 2 pesóa-seðlinum er andlit Bartolomé Mitre, forseti Argentínu á nítjándu öld, á 5 pesóa-seðlinum er sjálfstæðishetjan José de San Martín sem barðist fyrir sjálfstæði ríkja í Suður-Ameríku. Á 10 pesóa-seðlinum er önnur hetja frá sama tíma, Manuel Belgrano. Herforinginn de Rosas er á 20 pesóum og forsetarnir Domingo Faustino Sarmiento á 50 pesóa-seðlinum og Julio Argentino Roca á 100 pesóum.