Á myndinni hér fyrir ofan eltir bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut Jr. lítinn hund, í stuttbuxum. Vonnegut er klæddur í stuttbuxur það er að segja, ekki hundurinn. Og hér fyrir neðan gefur að líta ýmsa þekkta karla í samskonar klæðnaði.
Bret Easton Ellis slappar af í adidas skóm og stuttbuxum.
Leonard Cohen að springa úr kynþokka.
Albert Einstein ræðir við David Rothman.
Hemingway undir það síðasta á Kúbu.
F. Scott og Zelda Fitzgerald virðast sæmilega lukkuleg þarna árið 1927 í Hamptons-hverfinu í New York-ríki.
Allen Ginsberg í stuttbuxum. Var ef til vill vanari því að vera nakinn?
Hemingway með þriðju eiginkonu sinni, eilífðartöffaranum og stríðsfréttaritaranum Mörthu Gellhorn.
John F. Kennedy ber að ofan. Ágætis lúkk fyrir 45 ára mann.
Það er engu líkara en að Arthur Miller hafi veitt Marilyn upp úr sjónum. Þvílíkur fengur!
Norman Mailer í slag. Ber að ofan. Eins og maður gerir.
Murakami er í fínu formi. Andlega og líkamlega.
Hvað er Vladimir Nabakov að gera þarna?
William Faulkner fær sér reyk og er silkislakur á stuttbuxum.
-Via Flavorwire.