Fossur (cryptoprocta ferox) flokkuðust lengi vel sem kattardýr, útlitisins vegna. Þær eru í raun skyldari möngum (mongús). Fossur eru stærstu ránspendýr Madagaskars að manninum undanskildum. Meðalfossa er 75-80 cm löng, með svipað langt skott, og vegur 6-10 kg. Fossurnar kunna best við sig í þurrum hitabeltisskógum á vesturhluta eyjunnar, þar sem þær geta klifrað og stokkið milli trjáa af mikilli leikni. Þær eru eitt höfuðrándýrið í skógum Madagaskar, á toppi fæðukeðjunnar. Þær borða í raun flest dýr sem þær koma klónum í, en eru sérstaklega sólgnar í lemúra.