Í dag er haldið upp á þjóðhátíðardaginn í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu. Ríkið hlaut sjálfstæði frá Spáni hinn 12. október 1968 og er því 43 ára í dag.

 

Því miður er ástand mála ekki gott í Miðbaugs-Gíneu. Langflestir landsmenn lifa í mikilli fátækt þrátt fyrir að landið sé eitt það ríkasta í allri Afríku. Mikill olíuauður Miðbaugs-Gíneu eru í höndum örfárra manna. Forsetinn Teodoro Obiang Nguema Mbasogo hefur verið kallaður einn versti leiðtogi Afríku og alþjóðlegar stofnanir segja að hann sé ábyrgur fyrir ömurlegum mannréttindabrotum og skoðanakúgun.

 

En Miðbaugs-Gíneumenn eru með eindæmum tónelskir og fagna eflaust þjóðhátíðardeginum í dag með dansi og söng, þrátt fyrir alla þessa örbirgð. 

 

Lemúrinn heldur upp á þjóðhátíðardaginn með því að birta hér nokkur lög frá Miðbaugs-Gíneu, en þau birtust í dag á blogginu Africa is a Country.

 

„Angon Osok“ með Fifi La Mirey:

Vídjó

 

Luis Mbomio, „Faya Faya“:

Vídjó

 

Klassík með Tawola Mesam. „Bicomsua“:

Vídjó

 

Verso Roto, „Arte Sagrado“:

Vídjó