Ein frægasta verslunarmiðstöð Bangkok heitir Nýjaheimskringlan, eða New World Mall. Árið 1997 þurfti hún að skipta um húsnæði þar sem alvarlegir gallar voru á upprunalegri byggingu. Ekki bætti úr skák að eldur kviknaði í gömlu byggingunni sem brenndi af henni þakið í heilu lagi.

 

Gamla New World Mall-byggingin hefur því verið yfirgefin síðan 1997, eða í 17 ár. Á þessum tíma hefur samspil náttúrunnar, mannlegrar skammsýni og tilviljana umbreytt verslunarmiðstöðinni á ótrúlegan hátt. Öllum leiðum hafði verið lokað á jarðhæð, og þakið farið eins og áður sagði. Regnvatn hefur því safnast saman og á löngum tíma myndað lítið stöðuvatn. Þetta stöðuvatn varð fljótlega hin mesta plága. Mikil og þykk ský af mýi og moskító-flugum fóru að halda til við stöðuvatnið í röku umhverfinu. Íbúar nálægra bygginga fengu að kenna á flugunum og urðu þeir fljótt þreyttir og úturbitnir. Til að stemma stigu við flugunum datt þeim snjallræði í hug… að henda út í vatnið böns af fiskum!

 

Nú eru fiskarnir bókstaflega búnir að taka yfir bygginguna. Þeir hafa fjölgað sér grimmt á síðustu árum, enda frábær skilyrði fyrir hendi, hlýtt og kyrrt vatn og næg næring úr flugum við vatnið.

 

 

 

fiskur1

 

 

 

fiskur2

 

 

fiskur3

 

fiskur4

 

 

 

 

fiskur6

 

fiskur7

 

 

 

fiskur8

fiskur9

 

fiskur10

fiskur11

fiskur12