Maður sem stóð í nokkrar mínútur á sama stað á götu í París árið 1838 var fyrsti maðurinn sem fangaður var á ljósmynd í sögunni. Enginn veit hver hann var.

 

Louis Daguerre tók myndina, en hann var einn af þeim sem fundu upp ljósmyndatæknina. Myndin sem hér sést er frá árinu 1838. Hún sýnir götuna Boulevard du Temple í París. Til þess að taka myndina notaði hann plötu sem hann lýsti í tíu mínútur. Þar sem lýsingartíminn var þetta langur hvarf fólkið sem gekk eftir troðfullri götunni þennan dag.

 

Aðeins þessi eini maður varð eftir þar sem hann stóð kyrr nógu lengi (kannski til að láta pússa skóna sína) til að festast á myndinni.

 

Ljósmyndir höfðu áður verið teknar áður en Daguerre tók þessa mynd. Venjulega er talið að ljósmynd frá 1832 eftir Joseph Nicéphore Niépce hafi verið sú fyrsta í sögunni (fyrir neðan). En mannvera náðist ekki á mynd fyrr en með þessari mynd Daguerre af þessum óþekkta Parísarbúa.

 

1024px-View_from_the_Window_at_Le_Gras,_Joseph_Nicephore_Niepce