Allt frá árdögum ljósmyndatækninnar hafa menn reynt fyrir sér með að taka og sýna þrívíddarmyndir. Eitt dæmi um slíka tækni eru svokallaðar rúmsjá- eða stereóskóp-myndir (e. stereoscopy) sem var fundið upp um miðja nítjándu öld.
Tæknin er einföld. Tvær myndir af sama viðfangsefni eru teknar frá örlítið ólíku sjónarhorni. Þegar myndirnar eru síðan skoðaðar í gegnum sérstakan búnað — eins og þessi gleraugu — renna myndirnar saman fyrir áhorfendanum og virðast vera þrívídd.
Vafalaust eru fáir sem eiga svona stereóskóp-gleraugu heima hjá sér í dag, en við nútímamennirnir getum samt upplifað þetta tækniundur fortíðar. Ein vinsæl leið er kölluð wiggle stereoscopy og felst í því að skeyta báðum myndum saman í hreyfimynd.
Lemúrinn reyndi þessa tækni á nokkrar stereóskópmyndir úr safni Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Meira um þessar myndir má lesa hér: Fólk í Reykjavík fyrir hundrað árum.