Vídjó

Lemúrinn hefur sérlegt dálæti á heimspekingnum og rökfræðingnum Bertrand Russell, og hefur áður fjallað um trúleysi hans og pípureykingar. Ótrúlegt en satt þá átti Russell, sem fæddist 1872, hlutverk í Bollywood-kvikmynd árið 1967, en hann var þá 95 ára gamall.

 

Russell lávarður

Síðustu árum sínum varði Russell í að skrifa þriggja binda ævisögu, og svo í umfangsmikla herferð gegn kjarnorkuvopnum. Hann var yfirleitt tilbúinn til þess að starfa með fólki sem gat ljáð málstað sínum stuðning og árið 1967 féllst hann á að taka þátt í gerð Bollywood-kvikmyndarinnar Aman (ísl. Friður), en hún fjallar um ungan indverskan lækni sem menntar sig í Bretlandi og ferðast svo til Japan með það fyrir stafni að hjálpa fórnarlömbum kjarnorkuárasa Bandaríkjanna á Hírósíma og Nagasakí.

 

Leikarinn Rajendra Kumar fer með hlutverk unga læknisins sem hittir heimspekinginn fræga og meðtekur vísidóm meistarans á heimili hans í Lundúnum. Erfitt er að greina orð Russells gegnum hindíska talsetningu.