Hér sést mynd af rithöfundinum og blaðamanninum George Orwell (f. Eric Arthur Blair). Orwell starfaði fyrir breska heimsveldið í Búrma (í dag Mýanmar) á árunum 1922 til 1927, frá 19 til 24 ára aldurs.  Mynd þessi er úr vegabréfi hans frá þeim árum.

 

Lemúrinn mælir eindregið með fyrstu skáldsögu Orwells, Burmese Days (ísl. Búrmadagar) frá árinu 1934, en hún sækir efni sitt í reynslu höfundar af því að vera handbendill breskrar nýlendustefnu.

 

Lemúrinn hefur áður birt mynd af George Orwell í spænsku borgarastyrjöldinni.