Hávaxni maðurinn á miðri myndinni er rithöfundurinn George Orwell, en mynd þessi var tekin á meðan Orwell var hluti af alþjóðlegri sjálfboðaliðadeild repúblíkana í spænsku borgarastyrjöldinni á árunum 1936-1937. Orwell barðist þar gegn fasistunum í Aragóníu á Norður-Spáni og var að lokum skotinn gegnum hálsinn af leyniskyttu. Heppnin lék þó með honum, og hann rétt svo lifði það af  — hálfum sentimentra til eða frá og heimurinn hefði aldrei fengið að kynnast Animal Farm eða 1984.

 

Lemúrinn mælir eindregið með meistarastykkinu Homage to Catalonia (1938), þar sem Orwell segir frá skrautlegum upplifunum sínum á Spáni innan um sundurleitu og hugmyndafræðilega fjölskrúðugu vinstriöflin.

 

George Orwell (Eric Arthur Blair)