Vídjó

Undir lok sjöunda áratugarins fylgdist heimsbyggðin með ótrúlegum afrekum geimvísindamanna þegar þeim tókst að skjóta geimförum alla leið til tunglsins. Á sama tíma kom út frábær kvikmynd eftir Stanley Kubrick sem hann gerði í samstarfi við vísindaskáldsöguhöfundinn Arthur C. Clarke. 2001: A Space Odyssey var tímamótamynd á óteljandi vegu. Myndin hafði óendanlega mikil áhrif á kvikmyndagerð og ekki bara þegar kemur að vísindaskáldsögulegum myndum.

 

Hér er skemmtileg heimildarmynd um gerð 2001. A Look Behind the Future ber vitni um ákveðinn tíðaranda, þegar menn lét hugarflugið fljúga með sig um geiminn. Mikil bjartsýni ríkti á geimsviðinu og margir töldu að mannkynið myndi fljótlega fara að leggja undir sig geiminn, eins og Kubrick og Clarke sáu fyrir sér að gerðist árið 2001.