The Cat and the Coup, Kötturinn og valdaránið, er nýr ókeypis tölvuleikur fyrir Mac og PC-tölvur eftir Peter Brinson and Kurosh ValaNejad. Í leiknum, sem líst er sem „heimildaleik“ (documentary game), tekur spilarinn sér hlutverk heimiliskattar fyrsta þjóðkjörna forseta Írans, Mohammed Mossadeghs. Kötturinn þarf með ýmsum ráðum að lokka Mossadegh áfram og í gegnum mikilvæg atvik í lífi hans, allt fram til ársins 1953 þegar honum var steypt af stóli í valdaráni skipulögðu af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.

 

Fyrir utan þessi einstöku efnistök er grafík leiksins mjög frumleg, en hún sækir innblástur í persneska miðaldalist og hin frægu teppi sem ofin eru í Íran. „Hann er fallegur, hann hreyfir við manni, hann hræðir mann, hann er metafýsískur, hann er táknsögulegur, hann er tæknilega og andlega snjall“ sagði einn gagnrýnandi um leikinn.

 

Eins og fyrr segir er leikurinn ókeypis fyrir bæði Mac og PC, og er hægt að nálgast hann hér eða á Steam. Spilun leiksins tekur aðeins rúmar 20 mínútur og hvetur Langtíburtistan lesendur eindregið til þess að prófa hann og kynna sér um leið einn mikilvægasta atburð í samtímasögu Írans.

 

Vídjó