Ljósmynd frá 1919 sýnir David Lloyd George, forsætisráðherra Bretlands, og Játvarð, krónprins. Játvarður var Englandskonungur í tæpt ár árið 1936 en afsalaði sér krúnunni vegna ástarsambands við Wallis Simpson. Vísir flutti fregnir af þessum atburði í desember árið 1936 og birti ræðu konungs í íslenskri þýðingu. Játvarður sagði eftirfarandi:

 

Eftir langa og samviskusamlega íhugun, hefi eg ráðið við mig að afsala mér konungdóminum, sem eg tók við að föður mínum látnum, og eg lýsi nú yfir sem fullnaðarákvörðun minni, er ekki verði til baka tekin.

 

Eg er þess fyllilega meðvitandi, hversu alvarlegt það spor er, sem eg nú stíg, en eg vænti skilnings yðar á tilgangi mínum, og þeim ástæðum sem liggja til grundvallar ákvörðun minni.

 

Eg skal ekki ræða um mínar persónulegu tilfinningar, en eg vil biðja yður að minnast þess, að sú byrði sem hvílir á herðum konungsins er svo þung, að hún verður að eins borin undir kringumstæðum sem eru ólíkar þeim, sem eg nú finn mig í.

 

Eg er því ekki að bregðast þeirri skyldu sem á mér hvílir, er eg lýsi því yfir, að eg get ekki lengur leyst af hendi hið erfiða hlutverk konungsins, á þann hátt, sem eg get sjálfur verið ánægður með. Eg hefi því, í morgun, formlega afsalað mér konungdómnum með skjali svohljóðandi:

 

Vísir, 11. desember 1936.

 

Eg, Játvarður VIII. konungur Stóra-Bretlands og Irlands og samveldislandanna handan við höfin, og keisari yfir Indlandi, lýsi hérmeð yfir ófrávikjanlegum ásetningi mínum að afsala mér og niðjum minum rétti til konungstignar. Eg æski þess, að þetta komi þegar til framkvæmda.

 

Eg met mikils þann hug, sem lýst hefir sér í tilmælum er mér hafa borist, um það að eg veldi annan kost, en eg er ákveðinn i þeirri stefnu sem eg hefi tekið. Frekari dráttur á að tilkynna það, hlyti að vera skaðlegur þegnum mínum, sem eg hefi ætíð reynt að þjóna, bæði sem prins af Wales og konungur, og mun ætíð bera hag þeirra fyrir brjósti.

 

Eg læt af völdum með þeirri sannf æringu að þannig verði best trygð samheldni hins breska heimsveldis og hamingja þeirra þjóða, sem það byggja.

 

Eg minnist með hlýjum hug allrar þeirrar nærgætni og velvildar, sem komið hefir fram við mig, bæði áður en eg tók við völdum, og ætíð síðan, og eg veit, að eftirmaður minn verður látinn njóta sömu velvildar.

 

Mér leikur mjög hugur á því, að án tafar verði gerðar ráðstafanir til þess að hinn löglegi eftirmaður minn, bróðir minn hertoginn af York, taki við konungdómi.