Vídjó

Eina landamærastöðin á milli Indlands og Pakistan er í þorpinu Wagah, rúmlega miðja vegu milli borganna Lahore í Pakistan og Amritsar á Indlandi. Landamærin kljúfa þorpið litla í tvennt, annar helmingur í Indlandi og hinn í Pakistan.

 

Landamærastöðinni er lokað á hverjum degi við sólsetur. Þá loka landamæraverðir báðum megin hliðinu á milli landanna og draga niður fána þeirra.

 

Úr þessu hefur með árunum orðið mjög ítarleg og furðuleg athöfn, þar sem landamæraverðir grannlandanna keppast í að vera með sem glæsilegust yfirvaraskegg, stærst höfuðföt, og marsera á eins ýktan og herskáan hátt og hægt er. (Göngulagið minnir á frægt atriði úr Monty Python’s Flying Circus.) Báðu megin safnast saman æstir áhorfendur til þess að fylgjast með þessum fáránlegu aðförum og hvetja sitt „lið“.