Giuseppe Arcimboldo, sjálfsmynd.

Myndin að ofan sýnir Rudolf II, keisara Heilaga rómverska keisaradæmisins, í líki Vertúmnusar, rómverska guð árstíðanna. Myndin er frá 16. öld og er eftir ítalska listmálarann Giuseppe Arcimboldo.

 

Arcimboldo var brautryðjandi í myndlist endurreisnarinnar og er best þekktur fyrir frumleg málverk sín af fólki þar sem fyrirsætan er máluð sem samsetning úr alls kyns hlutum, til að mynda ávöxtum, blómum, dýrum og bókum.

 

Málverk þessi vöktu mikla aðdáun 16. aldar manna og súrrealíski liststíllinn höfðaði til kímnigáfu evrópska aðalsins. Í dag eru verk Arcimboldo varðveitt á söfnum víðsvegar um Evrópu, m.a. í Louvre í París, í Vínarborg og Madríd, og svo á Uffizi-safninu fræga í Flórens.

 

 

„Bókasafnsvörðurinn“, um 1570.

 

Árstíðirnar persónugerðar: Sumar, Vor, Haust, Vetur.

 

Forn-grísku frumefnin: Loft, Eldur, Jörð, Vatn. Fimmta frumefnið, Eter, vantar.

 

„Lögfræðingurinn“, 1566.

 

„Grænmetissalinn“. Á hvolfi er myndin skál af grænmeti.