Það er engu lík­ara en að Hómer Simpson, fjöl­skyldufað­ir­inn ást­sæli í Springfield, eigi tíma­vél. Því Hómer birt­ist á blað­síðu 10 í íslenska tíma­rit­inu Fálkanum í júlí 1949.

 

Hann er per­sóna í frekar slöppum mynda­sögu­brand­ara um við­arkubba og bit­mikla öxi. „Copyright P.I.B. Box 6 Copenhagen 11.“ stendur skrifað á milli kass­anna í teikniskrítlunni.

 

Var það póst­hólf Hómers árið 1949?

 

En þetta er ekki Hómer Simpson, heldur Adamson eftir Svíann Oscar Jacobsson. Sögurnar urðu afar vin­sælar og voru gefnar út víða um heim. Í Bandaríkjunum hét Adamson „Silent Sam“.

 

Sænsku mynda­sögu­verð­launin heita eftir Adamson, og eru oft upp­nefnd „Nóbelsverðlaun teiknimyndaheimsins.“

 

Ólafur Sindri, glöggur les­andi Lemúrsins, benti okkur á þetta.

 

Fálkinn, júlí 1949.

Hómer birt­ist á síð­unni „yngstu les­end­urnir“ í umræddu tölu­blaði Fálkans árið 1949.

 

Nauðalíkur Hómer.

Nauðalíkur Hómer.