Þessa mögnuðu ljósmynd af franska spítalanum á Fáskrúðsfirði tók Christian Bickel sumarið 2010. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var reistur árið 1903 og tekinn í notkun árið 1904. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið. Umsvif Frakka á Íslandi voru mikil á þeirra tíma mælikvarða. Og fiskveiðar við Íslandsstrendur var hættuleg vinna. Fjölmargir týndu lífi eða slösuðust. Á þeim tíma voru nánast engir spítalar á Íslandi og fjölmargir Íslendingar leituðu sér aðstoðar á frönsku spítölunum.

 

Nú er unnið að endurbyggingu hússins en um verkið sér Minjavernd.  „Húsið sjálft er merkilegt og ekki síður sú saga sem því tengist. Húsið var tekið niður og flutt út á Hafnarnes 1939. Þá var veiðum franskra fiskiskipa lokið á Íslandsmiðum, en vísir kominn að útræðisþorpi þar. Húsið var þar notað sem íbúðarhús og skóli. Þegar mest var bjuggu milli 50 og 60 manns í húsinu og var búið í því fram um 1964. Síðan hefur það staðið autt, ekkert viðhald fengið í nær hálfa öld og er nú að hruni komið.“

 

Svona mun spítalinn líta út þegar lokið verður við endurbyggingu hans. Mynd: Bergur Þorsteinsson.

Svona mun spítalinn líta út þegar lokið verður við endurbyggingu hans. Mynd: Bergur Þorsteinsson.

 

RÚV fjallaði nýlega um málið: „Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði reyndist mun verr farinn en talið var áður en endurbygging hófst. Þó aðeins sé hægt en nýta einstaka spýtu er húsið komið á sinn stað og nálgast óðfluga sína endanlegu mynd. Nú eru rúm tvö ár síðan franska spítalanum var ekið af Hafnarnesi við Fáskúðsfjörð inni í þorpið á Búðum. Aldrargamalt húsið illa farið af fúa en að sama skapi stórmerkilegt. Byggt af frökkum við lok skútualdar til að hjúkra frönskum sjómönnum við Íslandsstrendur og ekki síður heimamönnum. Húsið er nú komið á endanlegan stað í þorpinu og verða undirgöng frá safni og móttöku í læknishúsinu yfir í gamla spítalann með hótelherbergjum og veitingastað. Enn er þó mikið verk óunnið enda reyndist lítið nothæft af gamla timbrinu.“

 

Fleiri myndir af þessu sögufræga húsi má skoða hér.

 

Skrúður við Fáskrúðsfjörð. Mynd: Christian Bickel.

Skrúður við Fáskrúðsfjörð. Mynd: Christian Bickel.