Eldfjallaeyja í Norður-Atlantshafi, þar sem kaldir vindar blása allan ársins hring og þyrla upp eyðilegum svörtum söndum þar sem rekaviður liggur í miklu magni. Hljómar kunnuglega.
Nafn Jan Mayen heyrist oftar í umræðunni nú en áður vegna olíuleitar í hafinu á milli hennar og Íslands. Þrátt fyrir að eyjan, sem er eign Norðmanna, sé tiltölulega nálægt Íslandi sjáum við ekki oft myndir frá henni.

 

Lemúrinn ákvað því að skoða nokkrar ljósmyndir frá þessari dularfullu eyju.

 

Jan Mayen er 373 ferkílómetrar að flatarmáli, ílöng eyja, og svipar mjög til Snæfellsness í jarðfræðilegum skilningi. Eldfjallið Beerenberg er helsta kenni­leiti Jan Mayen. Fjallið er rúm­lega 2.200 metra há eld­keila sem síð­ast gaus árið 1985.

 

Hún er kennd við hollenska hvalveiðiskipstjórann Jan Jacobs May van Schellinkhout sem fann eyjuna árið 1614.

 

Á sumrin eru allt að 35 manns starfandi á Jan Mayen en um vetur eru íbúarnir aðeins 18 talsins og allir starfsmenn norska hersins og norsku veðurstofunnar. Fólkið býr í skálum í „þorpinu“ Olonkinbyen.

 

Ef marka má skjöl frá þriðja áratugnum sem Morgunblaðið fjallaði um árið 1979 höfðu sumir íslenskir ráðamenn mikinn áhuga á Jan Mayen, að minnsta kosti í sambandi við nýtingu Íslendinga á rekaviði þar. Til dæmis var þetta skrifað: „21. júlí 1918 fór vjelskipið Snorri 36 tonn brúttó eign verslunar Snorra Jónssonar Akureyri til Jan Mayen til þess að sækja rekavið var skipið hálfan mánuð í túrnum og fjekk fullfermi skipstjóri Rafn Sigurðsson nú skipstjóri á E/S Nonni.“

 

Lesendur sem hafa farið til Jan Mayen eru hvattir til að deila reynslu sinni þar.

 

Efsta myndin er eftir Dr. Hannes Grobe, hjá Alfred Wegener Institute.

 

Eldfjallið Beerenberg (Bjarnarfjall). (Dreizung/Wikimedia Commons)

Kort af Jan Mayen frá síðunni http://topojanmayen.npolar.no/

 

 

Weyprecht-jökull í hlíðum Beerenberg. (Dreizung/Wikimedia Commons)

 

(Hannes Grobe, Alfred Wegener Institute/Wikimedia Commons)

 

Litirnir í náttúru Jan Mayen minna á Ísland. (Hannes Grobe, Alfred Wegener Institute/Wikimedia Commons)

Skálar á Jan Mayen árið 2012. (Norski herinn/Wikimedia Commons)

 

Hercules-vél sem flytur fólk til Jan Mayen. (Norski herinn/Wikimedia Commons)

 

John Lester, Flickr

 

 

John Lester, Flickr

 

John Lester, Flickr

 

John Lester, Flickr

 

John Lester, Flickr

 

John Lester, Flickr

 

John Lester, Flickr

Vísir, 19. ágúst 1979.

 

John Lester, Flickr

 

Aah-Yeah, Flickr