Lemúrinn hefur áður fjallað um grínistann, leikarann og Monty Python-manninn John Cleese, og meðal annars sagt frá skoðunum hans á kristni og skemmtilegri ræðu hans í jarðarför Grahams Chapman.

 

Cleese ásamt rauðbringu-lemúr.

Cleese hefur sérlegt dálæti á lemúrum, sem eru uppáhaldsdýrin hans. Hér að ofan sjáum við mynd af honum með hringrófu-lemúr á bakinu.

 

Áhugi Cleese á lemúrum er svo mikill að hann tók þátt í gerð heimildamyndarinnar Lemurs árið 2001,  með það fyrir stafni að vekja athygli á hættunni sem lemúrastofnarnir standa frammi fyrir.

 

Myndin fjallar meðal annars um lemúra sem ólust upp í umsjón manna en var síðan sleppt út í frumskóga Madagaskar, og sýnir Cleese eiga samskipti við fjöldann allan af lemúrategundum á eyjunni.

 

Vídjó